Nýjustu fréttir

Þema ljósmyndasamkeppni er gleði

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verður haldin í fimmtánda sinn í ár. Það er menningarnefnd bæjarins sem heldur utan um keppnina og hefur ákveðið að þema keppninnar í ár verði „Gleði.“ Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2023 til 18. nóvember 2024 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki…

Bæjarsjóður Akraneskaupstaðar gerður upp með 319 milljóna króna hagnaði

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti afgreiðslu ársreiknings síðasta árs til síðari umræðu 14. maí nækstkomandi á fundi sínum á þriðjudag. Rekstrarniðurstaða bæjarfélagsins, fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði, var neikvæð um 198,8 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 284 milljóna króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu. Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var hins vegar jákvæð um 319 milljónir…

Gleðilegt sumar!

Sumar heilsar okkur í dag. Þessir feðgar tóku forskot á sæluna síðastliðinn sunnudag sem segja má að hafi verið fyrsti góði vordagurinn í veðrinu. Þeir voru í baðlauginni Guðlaugu við Langasand á Akranesi og svo var ótrúlega spennandi að kæla sig aðeins og vaða út í brimið og láta öldurnar elta sig. Skessuhorn óskar lesendum…

Grásleppusjómenn fagna lengingu veiðitímabilsins – myndasyrpa

Það var létt yfir sjómönnum á Akranesi sem voru að landa afla sínum síðdegis í gær. Veðrið var með besta móti; logn og vorilmur í lofti. Línubáturinn Eskey var m.a. að landa 12 tonna blönduðum afla en uppistaðan var stór þorskur. Þá kom Ingi Rúnar AK að landi með um eitt tonn af grásleppu en…

Hlynur Blær gefur bílum nýjan blæ

Bifreið blaðamanns Skessuhorn var orðinn dálítið skítug eftir akstur á misgóðum vegum Vesturlands undanfarnar vikur. Brá blaðamaður á það ráð að hitta á Hlyn Blæ Tryggvason á Hálsum í Skorradal en hann hefur verið að bjóða upp á bílaþrif í bílskúr foreldra sinna heima á Hálsum og nefnir fyrirtækið sitt Hálsabón. Hlynur er sonur Kristínar…

Brúin komin á sinn stað yfir Berjadalsá

Félagar í Rótarýklúbbi Akraness settu brúna yfir Berjadalsá í Akrafjalli síðasta laugardag og fengu til þess góða aðstoð. Veðrið var fremur leiðinlegt, suddi og fremur mikið í ánni. Verkið gekk samt mjög vel enda félagar orðnir vanir að gera þetta á hverju ári. Vonandi mun brúin nýtast vel fyrir göngufólk í allt sumar enda margir…

ÞB Borg reisir glæsihýsi í Stykkishólmi

Blaðamaður Skessuhorns ók niður Aðalgötu í Stykkishólmi fyrir helgi og kom þá auga á glæsilegt hús sem verið var að vinna í. Þetta fallega hús var klárað að utan nú í febrúar mánuði og standa nú framkvæmdir yfir innandyra en vonir eru til að verkið verði klárað nú í sumar. Framkvæmdaraðilinn er ÞB Borg ehf.…

Aðsendar greinar

Lán

Finnbogi Rögnvaldsson

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið