Nýjustu fréttir

„Tilfinningin er sú að þetta sé mjög jöfn deild“

Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ólafsvíkur tekinn tali Víkingur Ólafsvík spilar þriðja árið í röð í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar en í fyrra hafnaði Víkingur í fimmta sæti deildarinnar. Brynjar Kristmundsson stýrir liðinu í sumar eins og á síðasta tímabili. Fyrsti leikur Víkings í deildinni er á móti Völsungi næsta laugardag á Ólafsvíkurvelli…

Byrjaði á beitningu í landi en stundar nú sjóinn

Rætt við afmælisbarn dagsins sem barnungur ákvað að gera sjómennsku að ævistarfi „Ég ætla að verða sjómaður þegar ég verð stór,“ sagði Hallgrímur Ísak Guðmundsson, eða Halli eins og hann er jafnan kallaður, í samtali við blaðamann Skessuhorns vorið 2015. Þá var hann 11 ára en að verða 12. Hann á einmitt afmæli í dag,…

Engin lognmolla hjá Siggu Lóu

Hætti dagvinnu sem kennari og gerðist leiðsögumaður og heldur nú úti fyrirtækinu Loa Tours Um miðjan apríl á síðasta ári stofnaði Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, oftast kölluð Sigga Lóa, fyrirtækið Loa Tours í Stykkishólmi. Hún hefði verið duglega að ganga á fjöll síðastliðin ár og hafði verið öflug að bjóða vinum og ættingjum með sér í…

Aðalsteinn settur í embætti ráðuneytisstjóra

Hólmarinn Aðalsteinn Þorsteinsson hefur verið settur ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu frá 1. maí til og með 31. ágúst 2024. Það gerist eftir að Hermann Sæmundsson flyst í embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra. Aðalsteinn hefur starfað sem skrifstofustjóri sveitarfélaga og byggðamála frá því í júní 2022. Þá hefur hann starfað sem forstjóri…

Diskóeyjan sýnd í Bíóhöllinni um miðjan maí

Nemendur í 8.-10. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa staðið í stórræðum síðustu vikurnar við undirbúning fyrir uppsetningu á söngleiknum Diskóeyjunni. Stefnt er að frumsýna fimmtudaginn 16. maí fyrir Hvítasunnu og í þessari viku hefjast æfingar í Bíóhöllinni þar sem Diskóeyjan mun eiga sér heimili út maí. Þetta er í fjórða sinn sem Brekkubæjarskóli setur…

„Við eigum klárlega heima í Lengjudeildinni“

Rætt við Skarphéðin Magnússon þjálfara kvennaliðs ÍA ÍA leikur í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í sumar eftir að hafa endað í 2. sæti í 2. deild á síðasta tímabili. Aðalþjálfari liðsins síðustu tvö ár var Magnea Guðlaugsdóttir en hún lét af störfum eftir síðasta tímabil og við starfinu tók Skarphéðinn Magnússon sem hefur þjálfað hjá…

Til hamingju með daginn!

Skessuhorn sendir launafólki til sjávar og sveita einarðar baráttukveðjur á degi verkalýðsins, 1. maí.

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Lán

Finnbogi Rögnvaldsson

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið